Jæja þetta er nú búin að vera meiri aulaskapurinn með þetta blogg, en er þá ekki bara að reyna að bæta úr því.
Núna er búið að henda bátsmanninum á dyr og er hann á hálfgerðum vergangi eins og er.
Það er verið að græja nýja járnalagerinn í kompunni hans því að krapavélarnar koma þar sem að járnið er geymt núna.
Bátsmaðurinn náði samningi við trollmasterinn um tímabundna leigu á nýju hillunum hans en svo verður bara að koma í ljós hvað verður um hann og hans dót.
Hér er Viktor welder að maska það.
null
Hér er svo bátmannsdótið.
null

Þær fara allar fram úti á sjó og oft er sá tími sem fer í landanir einnig notaður til þess að taka olíu og vistir Hér að neðan má sjá tvö dæmi um það.

Hér er Geysir að landa í fragtara og taka olíu úr olíuskipi
null

Og hins vegar tveir togarar að landa í sama fragtarann skipið sem er lengst til vinstri er þjónustu skip að koma með umbúðir og vistir.
null

Þær sjást hérna stundum og oft í miklu mæli þær geta orðið allt að 10cm.Þessar myndir tók einn ónefndur maður á nýju Canon vélina sína og tókst bara vel til.
null

null

Það er ekki okkur að skapi að menn séu að elda í klefum.Ef það yrði gefið frjálst fyltist hér allt af Kakkalökkum.Þetta er þó alltaf að koma upp annað slagið og sennilega eitt af þeim málum sem við erum alltaf að skammast í.Eins og sjá má á þessari mynd þá eru diskar og hnífapör eitthvað sem þetta fólk notar yfirleitt aldrei.Þeir borða oftast bara með puttunum.
null

Við vorum orðnir leiðir á lúkkinu á varahlutagámnum svo við tókum okkur til og hresstum aðeins upp á okkar gám.Hann var svo merktur Janusi í bak og fyrir.
null
null

Þetta er okkar maður úr byrginu enda klæddur einns og Guðmundur nokkur æðsti Prestur.
null
Núna er karl á leið heim og óskum við honum góðrar ferðar.
null

Tókum okkur til um daginn og smíðuðum splæsningabekk.Bekkurinn er rafmagnsknúinn og er bara að koma helv… vel út.
null
null

Það var ákveðið um daginn að hressa aðeins upp á hleranna svo trollmeistarinn tók sig til í einni lönduninni og málaði þá.Við erum ekki frá því að það komi minni mjölfiskur og stærri og betri hestur eftir þessa aðgerð?
null
null

Þá eru sótpípurnar úr Warstilla og hennar vinkonum komnar í góða stöðu.
Þetta er allt annað líf eftir að við urðum sótlausir, og þá ekki nema Márarnir sem að kvarta yfir að fiskurinn sem að þeir hafa verið að þurka afturá er eitthvað öðruvísi á bragðið og litin núna.

null

Þar sem að við erum ekki mikið fyrir rassskellingar þá settum við rasspúða á skutinn í slippnum.
Þetta er að koma vel út og gripum við companý tuðru hér um daginn í njósnaferð.
Svo að nú skiptir engu úr hvaða efni hlerarnir koma sem við erum að nota.

null

null

Dagatal

maí 2024
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Flokkar

Heimsóknir

  • 11.244 síðan 03.06.06